Kjaramálaráðstefna - mikilvægur undirbúningur

Dagana 3. og 4. desember stóð Starfsgreinasambandið fyrir kjaramálaráðstefnu um kjarasamninga sambandsins við ríki og sveitarfélög. Ráðstefnuna sóttu fulltrúar frá aðildarfélögum SGS og fór hún fram á Fosshotel Reykjavík. Á ráðstefnunni var mestum tíma verið varið í samlestur á köflum samninganna en einnig fór talsverður tími í hópavinnu. Starfsmenn SGS munu svo úr niðurstöðum ráðstefnunnar á næstunni. Starfsgreinasambandið hefur áður haldið sambærilegar ráðstefnur í þeim tilgangi að rýna í það sem betur má fara í samningunum og um leið undirbúa komandi kjarasamningsviðræður. Iðulega hefur ríkt almenn ánægja með afraksturinn, enda hefur hann nýst vel í kjarasamningaviðræðunum. [gallery ids="279486,279485,279484"]
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag