Kjaramálaþing á Selfossi

Báran stéttarfélag og Verslunarmannafélag Suðurlands héldu kjaramálaþing á þriðjudagskvöld til að undirbúa ASÍ þingið og komandi kjarasamninga. Fjölmenni var á þinginu frá hinum fjölbreyttustu vinnustöðum á Suðurlandi og voru fjörugar umræður og hópastörf undir styrkri stjórn Félagsmálaskóla Alþýðu. Þátttakendum varð tíðrætt um misskiptingu og hvernig mætti auka jöfnuð í samfélaginu og tryggja að launahækkanir skiluðu sér í auknum kaupmætti. Reifaðar voru áhyggjur af dræmri þátttöku fólks í starfi stéttarfélaganna og lítilli meðvitund ungs fólks um réttindi sín. Fjöldi tillagana um úrbætur voru kynntar og ljóst að stjórnir félaganna og skrifstofa þeirra hefur úr mörgu að moða og búið að leggja línurnar fyrir starf vetrarins. Erindi héldu Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og Henný Hinz hagfræðingur ASÍ. Þær fóru yfir forsendur kjarasamninga og umræðuskjöl fyrir þing ASÍ sem haldið verður haldið í Reykjavík 22.-24. október næstkomandi. Fjallað var um kjarasamninga og þingið í hópastörfum eftir erindin og síðan lauk vinnunni á léttu nótunum þar sem Edda Björgvinsdóttir hélt erindi um mikilvægi húmors á vinnustöðum og í samskiptum.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag