KLUKK - tímaskráningarapp fyrir snjallsíma

Starfsgreinasambandið vill vekja athygli á nýju appi sem kallast Klukk, en um er að ræða tímaskráningarapp sem hjálpar launafólki að halda utan um sínar vinnustundir. Þannig má á auðveldan hátt nálgast yfirlit yfir unna tíma í mánuði og bera saman við greiddar vinnustundir á launaseðli og ganga þannig úr skugga um að þú fáir rétt greitt frá þínum launagreiðanda. Í appinu getur þú klukkað þig inn og út, ásamt því að appið minnir þig á að klukka þig þegar þú kemur eða ferð af vinnustaðnum. Á einfaldan máta er svo hægt að fá tímaskýrslu senda í tölvupósti sem excel-skjal.
Hugmyndin að appinu varð til eftir ábendingar frá stéttarfélögum þar sem ítrekað koma inn á borð deilumál um vinnutíma. Auk þess hafa nemendur rætt sama vandamál þegar fulltrúar ASÍ og stéttarfélaganna hafa farið í fræðsluheimsóknir í framhaldsskóla. Verkalýðshreyfingin er því að svara óskum unga fólksins með þessu appi.
Klukk er komið í Appstore (iPhone) og Playstore (Android). Félagsmenn eru hvattir til að ná í appið og prófa. Allar nánari upplýsingar um appið er að finna á heimasíðu ASÍ.
  1. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  2. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  3. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag
  4. 3/11/2024 3:03:03 PM Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA (1)