Það verður kraftmikil dagskrá um land allt, þegar konur leggja niður störf 50 árum eftir fyrsta kvennaverkfallið. Hér fyrir neðan er dagskrá verkalýðsfélaganna á deginum, auk nokkurra annarra valinna viðburða utan höfuðborgarsvæðisins.
Suður- og Suðvesturland
Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði býður upp á rútuferðir á baráttufund á Arnarhóli. Brottför frá Haukahúsinu kl. 13:00, og frá Hörpu kl. 16:30. Sjá nánar.
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis (VSFK) - Peppsamkoma kl. 11:30 í Bókasafni Reykjanesbæjar með góðri dagskrá. Svo er förinni heitið á Arnarhól og aftur til baka. Sjá nánar.
Báran á Selfossi býður upp á rútuferð frá Hótel Selfossi í miðbæ Reykjavíkur og til baka að dagskrá lokinni. Klukkan 18:00 er boðið í móttöku á Hótel Selfoss og kl. 19:00 verður boðið upp á bíósýningu í Bíóhúsi Selfoss á heimildarmyndina, Dagurinn sem Ísland stöðvaðist. Sjá nánar.
Vesturland og Vestfirðir
Stéttvest í Borgarnesi býður öllum upp á rútuferð sem fer klukkan 12:00 frá Hjálmakletti og til baka að dagskrá lokinni. Sjá nánar.
Í Stykkishólmi hefst dagskráin kl. 14:00 á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi. Farið verður yfir sögu kvennabaráttunnar í Stykkishólmi með frásögnum nokkurra kvenna, samsöngur, hressing og beint streymi frá baráttufundi á Arnarhóli. Sjá nánar.
Grundarfjörður - Samstöðufundur og hressing á Kaffi 59 kl. 13:30, beint streymi frá Arnarhóli.
Ólafsvík - Samstöðufundur og hressing á Skeri kl. 13:30, beint streymi frá Arnarhóli.
VerkVest á Ísafirði tók þátt í skipulagningu dagskrár kvennaverkfalls 2025. Hún hefst með kröfugöngu frá Silfurtorgi kl. 14 og þaðan er gengið að Edinborgarhúsinu þar sem haldnar verða ræður og skemmtiatriði flutt. Klukkan 15:00 verður horft á beint streymi frá baráttufundinum á Arnarhóli. Sjá nánar.
Kvenfélagið Sif á Patreksfirði býður öllum í Skjaldborgarbíó föstudaginn 24. október 2025 kl. 14:45, þar sem fram fer bein útsending frá útifundi á Arnarhóli sem hefst kl. 15:00. Sjá nánar.
Á Bíldudal munu konur hittast á loftinu á Vegamótum kl. 14:00. Þar verða lesin upp ljóð eftir konur og þær sem mæta eru hvattar til að koma með ljóð að eigin vali, má þess vegna vera frumsamið. Bein útsending frá Austurvelli.
Norðurland
Eining-Iðja á Akureyri ásamt fleiri félögum þar í bæ skipulögðu dagskrá kvennaverkfalls 2025 á Akureyri. Dagskráin hefst kl. 11:15 á Ráðhústorginu með ræðu og skemmtiatriðum. Sjá nánar.
Framsýn á Húsavík tók þátt í skipulagi á dagskrá að Breiðumýri. Dagkráin hefst kl. 14:00 með fjölbreyttri dagskrá, fjölda ræðukvenna og samsöng. Sjá nánar.
Dalvík - konur og kvár leggja niður störf kl. 13:00. Mæting í Menningingarhúsinu Bergi, orðið laust, hressing, beint streymi frá baráttufundi á Arnarhóli.
Á Siglufirði verður hist á Síldarkaffi kl. 11:00 og baráttu og ávinningi kvenna á Íslandi í hálfa öld fagnað. Sjá nánar.
Í tilefni af Kvennaverkfalli þann 24. október nk. efnir Kvenfélag Hríseyjar til hópgöngu frá Hríseyjarbúðinni klukkan 11:15 fyrir þau sem ekki komast á baráttufundinn sem haldinn er á Akureyri á sama tíma. Minnum alla á að klæða sig eftir veðri. Genginn verður hringur í þorpinu. Sjá nánar.
Austurland
AFL – starfsgreinafélag kom að skipulagi viðburðar á Egilstöðum, þar sem Austfirðingar safnast saman í kvennaverkfalli. Safnast verður saman á N1 og farið í kröfugöngu að Valaskjálfi þar sem haldnar verða ræður og skemmtiatriði. Klukkan 15:00 verður horft á beint streymi frá baráttufundinum á Arnarhóli. Sjá nánar.
Á Vopnafirði verður samstöðuganga kl. 13:45 frá grunnskólanum að Miklagarði. Ávarp og tónlistaratriði verða svo frá 14:15 til 15:00.
Á Höfn í Hornafirði verður hist við ráðhúsið kl. 14:00 og gengið fylktu liði uppá Heppu. Uppá Heppu flytja konur ræður og horfa á beina á útsendinguna frá Arnarhóli og drekka saman kaffi, heitt kakó og súkkulaði. Sjá nánar.