Kynningar fyrir stjórnir aðildarfélaga um nýtt framtíðarskipulag

Starfshópur starfsháttanefndar Starfsgreinasambandsins heldur þessa dagana kynningarfundi víðsvegar um framtíðarskipulag SGS.  Á fundunum munu fulltrúar úr starfshópnum ásamt Kristján Bragason framkvæmdastjóri kynna tillögur starfshópsins um breytingar á lögum SGS sem snúa að hlutverki SGS og uppbyggingar á stjórnkerfi sambandsins. Að auki eru tillögur um nokkrar nýjar reglugerðir sem eiga að bæta þjónustu og starfsemi sambandsins gagnvart aðildarfélögum. Á næstu vikum munu stjórnir aðildafélaga SGS fjalla um tillögurnar og gefst þeim tækifæri á að koma með ábendingar og athugasemdir við tillögurnar fyrir 13. apríl næstkomandi, áður en starfshópurinn leggur endanlegar tillögur fyrir framhaldsþing sambandsins sem haldið verður 11. maí 2012. Á sambandsþingi Starfsgreinasambandsins (SGS) þann 13. október 2011 var samþykkt tillaga um sérstakan sjö manna starfshóp sem var falið að endurskoða hlutverk, starfsemi, stjórnkerfi, rekstur og lög sambandsins. Í starfshópinn voru skipuð, Aðalsteinn Á Baldursson (Framsýn), Björn Snæbjörnsson (Einingu-Iðju), Halldóra S. Sveinsdóttir (Báran), Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir (Afl), Kolbeinn Gunnarsson (Hlíf), Kristján Gunnarsson (VSFK) og Sigurður Bessason (Efling). Verkefni nefndarinnar hefur verið að endurskoða hlutverk og starfsemi SGS, einfalda stjórnkerfi þess og aðlaga rekstur að tekjum sambandsins.
  1. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  2. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  3. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag
  4. 3/11/2024 3:03:03 PM Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA (1)