Landverðir athugið!

Þeir landverðir sem starfað hafa hjá Vatnajökulsþjóðgarði - á vinnustöðum í óbyggðum - frá árinu 2011 og ekki verið í sambandi við sitt stéttarfélag, Landvarðafélag Íslands eða Starfsgreinasamband Íslands, vegna greiðslu fjarvistaruppbótar, eru beðnir um að gera það sem fyrst. Eftir að greiðsla fjarvistaruppbótar var viðurkennd með dómi Héraðsdóms Austurlands og staðfest í Hæstarétti gerðu félögin kröfu um greiðslu uppbótarinnar til allra sinna félagsmanna sem undir dóminn féllu. Þrátt fyrir dóminn ætlar Vatnajökulsþjóðgarður ekki að greiða uppbótina nema til þeirra landvarða sem hjá þeim hafa starfað nema þeir kalli eftir því sjálfir. Nokkrir landverðir hafa verið í sambandi og er unnið að því með lögmanni að leysa úr þeirra málum og nú sendum við út þetta ákall í þeirri von að ná til þeirra sem ekki hafa haft samband.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag