Málþing ASÍ og SGS: Verkalýðsbaráttan og stjórnmálin í tónlist, máli og myndum

ASÍ og SGS standa fyrir málþingi á hátíðinni Fundur fólksins þann 13. júní næstkomandi undir yfirskriftinni Verkalýðsbaráttan og stjórnmálin í tónlist, máli og myndum. Á málþinginu verður boðið upp á framsögur um samskipti verkalýðshreyfingarinnar og stjórnmálanna auk pallborðsumræða milli  fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og stjórnmálaflokka um málefnið. Tímasetning: Laugardagurinn 13. júní kl. 14:00-16:00. Staðsetning: Hátíðarsalur Norræna hússins. Framsögufólk: Gylfi Dalmann, vinnumarkaðsfræðingur og dósent við HÍ. Halldór Grönvold, vinnumarkaðsfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnmálafræðingur og fjölmiðlakona. Pallborðsumræður: Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar: Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ) Ólafía B. Rafnsdóttir, varaforseti ASÍ og formaður VR Fulltrúar stjórnmálaflokka: Birgitta Jónsdóttir, kapteinn og þingmaður Pírata Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Fundarstjórn: Málþinginu stýrir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ. Tónlistaratriði: Jónína Björg Magnúsdóttir, fiskvinnslukona á Akranesi, syngur nokkur lög. Myndasýning: Myndir úr verkalýðsbaráttunni. Facebook-viðburður málþingsins: https://www.facebook.com/events/605661939536502/ Facebook-síða hátíðarinnar: https://www.facebook.com/fundurfolksins/events
  1. 11/12/2025 10:28:33 AM Auknar líkur á atvinnuleysi út árið 2027
  2. 10/24/2025 10:18:48 AM Stofnanasamningur undirritaður við Náttúruverndarstofnun og…
  3. 10/23/2025 1:50:21 PM Kvennaverkfall um land allt
  4. 10/13/2025 12:28:50 PM Stefnan skýr til næstu tveggja ára