Mansal í brennidepli

Starfsgreinasamband Íslands, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborg ásamt Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar stóðu sl. fimmtudag fyrir ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík, þar sem mansal var í brennidepli. Á ráðstefnunni miðluðu sjö erlendir sérfræðingar af reynslu sinni og þekkingu á mansali, m.a. lögreglumenn, saksóknarar og sérfræðingar í vinnu með fórnarlömbum mansals. Ráðstefnan var haldin fyrir fullum sal og komust færri að en vildu. Það gátu þó allir sem vildu fylgst með ráðstefnunni þar sem henni var streymt á vef- og Facebooksíðu Starfsgreinasambandsins. Fyrirlesarar ráðstefnunnar höfðu orð á því að þeir skynjuðu mikinn áhuga á málefninu meðal gesta og ljóst að fólk hér á landi hafi metnað fyrir því að fræðast betur um mansal, enda nauðsynlegt að stéttarfélög, stjórnvöld og almenningur séu meðvituð um þá vaxandi ógn sem mansal er. Talið er að nærri 21 milljón manns séu þolendur mansals í heiminum, þar af 16,5 milljónir í nauðungarvinnu og þrátt fyrir alþjóðlega baráttu gegn mansali hefur vandinn vaxið síðustu ár og mun sennilega halda áfram að vaxa. Vakin er athygli á því að allir fyrirlestrar ráðstefnunnar voru teknir upp og verða þeir aðgengilegir hér á vefnum á næstunni. Meðfylgjandi er nokkrar myndir frá ráðstefnunni. [gallery ids="143540,143539,143538,143537,143536,143535,143543,143542,143541"]
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag