Mikill stuðningur erlendis frá

Eins og fram kom í frétt hér á vef SGS í gær þá hefur sambandinu borist stuðningur úr allskyns áttum að undanförnu, ekki síst erlendis frá. Fjölmörg systursamtök SGS á alþjóða-, evrópska- og norræna vísu hafa sent sambandinu samstöðuyfirlýsingar þar sem þau lýsa yfir eindrægum stuðningi við kröfur og verkfallsaðgerðir sambandsins. Um er að ræða gríðarlega fjölmenn og öflug samtök launafólks og er því um afar víðtækan stuðning að ræða. Hingað til hafa sambandinu m.a. borist yfirlýsingar frá eftirtöldum samtökum (athugið að listinn er ekki tæmandi): Í morgun barst SGS stuðningsyfirlýsing frá Norrænum samtökum starfsfólks í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinum (NU-HRCT), en í henni kemur m.a. fram að samtökin telji kröfur íslensks launafólks um mannsæmandi lágmarkslaun sem duga fyrir framfærslu eðlilegar og sanngjarnar í ljósi þess fórnarkostnaðar sem launafólk hefur þurft að axla í kjölfar efnahagshrunsins. Þá segir í yfirlýsingunni að samtökin styðji jafnframt þær verkfallsaðgerðir sem íslenskt verkafólk hyggur á til að ná fram réttlátum kröfum sínum. "Rétturinn til að skipuleggja sig og leggja niður vinnu til að ná fram kjarasamningum er mikilvægur hluti af þeim leikreglum sem gilda á vinnumarkaði. Þessi réttur er einn af grundvallarréttindum launafólks og því hvetja samtökin stjórnmálamenn og fyrirtæki til að virða lögmætar aðgerðir launafólks." segir m.a. í stuðningsyfirlýsingu NU-HRCT. Starfsgreinasambandið vill nota tækifærið og þakka systursamtökum sínum fyrir þennan góða stuðning í baráttunni. Hann er kærkominn og undirstrikar samstöðumátt launafólks um allan heim.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag