Mjög góður fundur með sjávarútvegsráðherra

Formenn og fulltrúar fiskvinnslufólks aðildarfélaga SGS áttu mjög góðan samráðfund með Steingrími J. Sigfússyni og Lilju Rafney Magnúsdóttir varaformanni atvinnuveganefndar Alþingis um frumvörp rikisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða og veiðigjald í gær föstudaginn 13 apríl. Á fundinum var einnig Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ og kynnti hann sýn þeirra á frumvörpin. Sjávarútvegsráðherra og varaformaður skýrðu afstöðu rískisstjórnarinnar og áttu svo samtal við fundarmenn. Miklar umræður sköpuðust og gafst forsvarsmönnum launafólks í fiskvinnslu tækifæri á að koma áhyggjum sínum, ábendingum og athugasemdum á framfæri við ríkisstjórnina. Formaður SGS gerði athugasemd við það að ekki var leitað eftir umsögn frá SGS, þrátt fyrir augljósa hagsmuni fiskvinnslufólks.

Stefna og afstaða SGS mótuð

Í lok fundarins ræddu fulltrúar SGS málið sín á milli og reyndu að draga saman þau atriði í frumvörpunumsem sambandið vill sjá breytingu á. Skiptar skoðanir eru um frumvörpin á meðal forystumanna sambandsins. Það virtist vera almenn skoðun flestra fundarmanna að frumvörpin væru grunnur að nauðsynlegri sátt í samfélaginu. Engu að síður telja menn vilja menn fara varlega af stað því mikil skattheimta og tilfærslur milli útgerðaflokka geta haft neikvæð áhrif á launafólk í fiskvinnslu og valdið ákveðinni byggðaröskun.

Fundað með stjórnarandstöðu í næstu viku

Í næstu viku verður svo fundað með fulltrúum stjórnarandstöðunnar og þeim kynnt afstaða SGS og fiskvinnslufólks við frumvörpin. Umsögn við frumvörpin þar sem afstaða SGS verður kynnt verður svo send til atvinnuveganefndar í lok næstu viku.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag