Niðurstöður atkvæðagreiðslu meðal félaga SGS

Öll 19 aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa nú lokið talningu vegna kjarasamninganna sem undirritaðir voru 21. desember síðastliðinn. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins fór með umboð fyrir 16 þessara félaga en Flóabandalagið (Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis) samdi sér og birti niðurstöður atkvæðagreiðslunnar saman. Alls samþykktu 5 af 19 félögum innan SGS samninginn, en 14 félaganna felldu samninginn. Að meðaltali var kjörsókn í aðildarfélögum SGS 27,5% og sveiflaðist hún mjög milli félaga, allt frá tæplega 10% kjörsókn í 44% þar sem best lét. Nánari upplýsingar um úrslit í einstaka félögum má sjá í töflunni hér að neðan:
Félag Kjörsókn  Auðir og ógildir NEI JÁ % NEI % Niðurstaða
AFL 39,57% 4 396 368 52% 48% Samþ.
Aldan 22,98% 0 70 72 49% 51% Felldir
Báran 11,33% 5 53 118 30% 67% Felldir
Drífandi 43,99% 0 10 239 4% 96% Felldir
Flóabandalagið 15,26% 10 1432 1633 47% 53% Felldir
Eining-Iðja 24,60% 24 385 452 46% 54% Felldir
Framsýn 28,09% 2 16 216 7% 92% Felldir
Samstaða 30,69% 0 42 43 49% 51% Felldir
Stétt Vest 25,95% 0 56 80 41% 59% Felldir
VLFA 34,13% 0 19 252 7% 93% Felldir
Vlf. Grindavíkur 26,54% 7 29 136 17% 79% Felldir
Vlsfél. Bolungarv. 9,65% 0 1 10 9% 91% Samþ.
Vlsfél. Sandgerðis 29,72% 4 63 40 59% 37% Samþ.
Vlf. Snæfellinga 24,13% 1 74 100 40% 53% Felldir
Vlf. Suðurlands 33,47% 8 121 39 72% 23% Samþ.
Vlf. Vestfirðinga 24,80% 3 126 115 52% 47% Samþ.
Vlf. Þórshafnar 42,15% 1 7 43 14% 84% Felldir
Samtals/meðaltal 27,47% 69 2900 3956 42% 57%  
[hr toTop="false" /] Kjarasamningarnir sem undirritaðir voru 21. desember síðastliðinn taka gildi í þeim félögum sem samþykktu samninginn. Þau félög sem felldu samningana eru nú með lausa samninga og munu ákveða næstu skref fljótlega.[hr toTop="false" /]
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag