NU-HRCT auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Samband norrænna stéttarfélaga starfsmanna í hótel-  veitinga-, og ferðaþjónustugreinum (NU HRCT), auglýsir eftir framkvæmdastjóra til að stýra skrifstofu samtakanna í samvinnu við kjörna stjórn. Skrifstofan er í aðalstöðvum landssambands 3F í Kaupmannahöfn.  Starfið felur í sér m.a.:
  • Undirbúning og boðun stjórnarfunda.
  • Ábyrgð á framkvæmd stefnumótunar. Skipulagning og framkvæmd norrænna ráðstefna ásamt funda vinnuhópa og tímabundinna fagnefnda.
  • Að vera fulltrúi aðildarfélaganna í evrópskum og alþjóðalegum stjórnum, ráðum og vinnuhópum undir EFFAT og IUL.
  • Samræmingu stjórnarfunda í evrópskum og alþjóðlegum stéttarfélagasamtökum EFFAT og IUL og samstarf við þau.
  • Ábyrgð á rekstri og bókhaldi NU HRCT í samstarfi við stjórn.
  • Samræmingu og samstarf við norræn stéttarfélög matvælaiðnaðarfólks sem og við norræn stéttarfélög landbúnaðarverkafólks.
  • Að semja ályktanir, fréttabréf og fréttatilkynningar.
  • Að samræma þýðingar á sameiginlegum vinnugögnum.
  • Að viðhalda heimasíðu NU HRCT.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi búi yfir:
  • Víðtækri þekkingu á uppbyggingu aðildarfélaga NU HRCT.
  • Greinargóðri þekkingu á hótel-, veitinga-, - og ferðaþjónustugreinum.
  • Reynslu af og þekkingu á pólitískri uppbyggingu og skipulagi norræna vinnumarkaðarins.
  • Grundvallarþekkingu á norrænni og evrópskri verkalýðshreyfingu.
  • Góðum samstarfs- og samskiptahæfileikum.
  • Reynslu af stjónunarstörfum og fjármálastjórnun.
  • Þekkingu á ESB og vitneskju um þær stofnanir ESB sem tengjast vinnumarkaðnum.
  • Góðri kunnáttu á sviði upplýsingatækni auk málakunnáttu. Færni í að tala dönsku, norsku og sænsku, jafnvel einnig íslensku og finnsku, og getu til samskipta á ensku.
Ráðningarkjör:
  • Samið er við ráðninganefnd stjórnar NU HRCT um ráðningarkjör, laun og almenn starfskjör.
  • Staðan krefst sveigjanlegs vinnutíma og töluverðra ferðalaga.
  • Skrifstofan er við Kampmannsgade 4, 1790 København.
................................................................................................................................................ Danska landssambandið 3F Privat Service, Hotel og Restauration gegnir formennsku í NU HRCT frá 2012 til 2016. Umsækjendur geta haft samband við deildarformann í 3F Privat Service, Hotel og Restauration Tinu Møller Madsen í síma +45 88920120 og/eða fráfarandi framkvæmdastjóra Aage Nykjær Jensen í síma +45 20414969 til að afla frekari upplýsinga. Umsækjendum  er einnig velkomið að hafa samaband við stjórnarmenn: PAM, Finnland: Annika Rönni –Sällien, tlf. +358 202774 002 Fellesfobundet, Norge: Clas Delp, tlf. +47 23 06 31 06 HRF, Sverige: Therese Guoveli, tlf. +46 (0)8 58 80 98 89 SGS Ísland: Finnbogi Sveinbjörnsson, tlf. +354 862 6046 MATVÍS, Ísland: Níels S Olgeirsson, tlf. +354 580 5240 Staðan er auglýst á vegum norrænu aðildarsambandanna sjö og á vefmiðlum þeirra. Umsókn, ásamt nauðsynlegum upplýsingum, skal senda til Nordisk Union, c/o 3F, Kampmannsgade 4, 1790 København V, Att.: Sekretær Jeanne Tingleff. Einnig má senda tölvupóst til nordisk.union@3f.dk. Umsókn skal hafa borist skrifstofunni eigi síðar en 6. janúar 2014. Ráðningarviðtöl fara fram árið 2014 í vikum 3 og 4, og þess er vænst að starfsmaður geti hafið störf 1. mars 2014, en getur verið sveigjanlegt. ................................................................................................................................................ Nordisk Union for Hotel- Restaurations, Catering og Turist Branchen eru samtök stéttarfélaga í Finnlandi, á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð og Danmörku sem öll ná til starfsmanna í starfsgreinum innan HRCT. Alls eru stéttarfélögin 7 talsins með um 100.000 félagsmenn. Sjá nánar á www.nu-hrct.dk   Starfsauglýsingin á pdf-formi Pdf-icon  
  1. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  2. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  3. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag
  4. 3/11/2024 3:03:03 PM Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA (1)