Ný evrópusamtök stofnuð

Í dag voru stofnuð ný evrópusamtök starfsfólks í iðnaði og framleiðslu. Verða samtökin, sem bera nafnið Industry all,  þau stærstu sinnar tegundar í Evrópu, með yfir sjö milljónir félagsmanna innan sinna raða. Samtökin verða til við samruna þriggja eldri evrópusamtaka á sviði iðnaðar og framleiðslu, þ.á.m.  Evrópusamtök launafólks í námu-, efna- og orkuiðnaði (EMCEF), sem  Starfgreinasambandið hefur átt aðild að. Með því að taka höndum saman, ætla stofnendur að leggja aukna áherslu á baráttu fyrir mannsæmandi starfsskilyrðum, atvinnuöryggi innan umræddra atvinnugreina  sem og öflugri og sjálfbærari iðnaði í Evrópu. Stefna samtökin jafnframt að því að verða öflugur málsvari sinna félaga innan evrópusamtaka iðnaðar og atvinnurekenda og stofnana Evrópusambandsins í framtíðinni. Starfgreinasambandið er aðili að þessum nýstofnuðu samtökunum, en um 2.500 félagsmenn sambandsins heyra undir þau. Fulltrúi SGS á stofnþingi samtakanna, sem haldið er í dag, er Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags. Vefsíða samtakanna
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag