Ný heimasíða SGS í loftið

Nýr og endurbættur vefur Starfsgreinasambands Íslands var formlega opnaður á þingi sambandsins sem hófst í dag. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á vefnum sem miða að því að  bæta þjónustu við alla þá sem eiga erindi við SGS.

Lögð er áhersla á stílhreint útlit, einfalda uppbyggingu og síðast en ekki síst að upplýsingar á nýjum vef séu sem aðgengilegastar og settar fram á greinargóðan hátt. Á vefnum má nálgast hinar ýmsu almennu upplýsingar um SGS og aðildarfélög þess, alla útgefna samninga og kauptaxta sambandsins, gagnlegar upplýsingar um fræðslumál og réttindi launafólks og ýmislegt fleira. Ýmsar aðrar nýjungar munu bætast við á næstu vikum, t.a.m. reiknivélar og ný útfærsla af aðalkjarasamningi SGS og SA.

Gerð vefsins var í höndum Vettvangs sem sá um forritun og grafíska hönnun ásamt því að vera vistunaraðili vefsins.

  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag