Nýr framkvæmdastjóri mættur til starfa

Í vikunni hóf Björg Bjarnadóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri, formlega störf hjá Starfsgreinasambandinu. Flosi Eiríksson, fráfarandi framkvæmdastjóri SGS, mun verða Björgu innan handar næstu vikurnar og koma henni inn í dagleg störf. Björg kemur til með að stýra skrifstofu SGS og bera ábyrgð á daglegum rekstri sambandsins ásamt því að sinna fjölmörgum öðrum verkefnum.

Aðspurð hvernig henni lítist á starfið segist Björg vera spennt að takast á við þau krefjandi verkefni sem framundan eru hjá sambandinu: „Ég hef góða starfsreynslu úr verkalýðshreyfingunni sem mun nýtast afar vel. Það mun auðvitað taka tíma að komast inn í starfið en það hefur verið vel tekið á móti mér hér og ég sé ýmis tækifæri til góðra verka“.

Starfsgreinasambandið býður Björgu velkomna til starfa og óskar henni velfarnaðar í störfum sínum fyrir sambandið.

  1. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  2. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  3. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag
  4. 3/11/2024 3:03:03 PM Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA (1)