Nýr kjarasamningur við Flugleiðahótel ehf.

Starfsgreinasamband fyrir hönd eftirtalinna félaga: Stéttarfélag Vesturlands, Stéttarfélagið Samstaða, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Afl-starfsgreinafélag, Verkalýðsfélag Suðurlands og Báran stéttarfélag hefur skrifað undir samning við Flugleiðahótel ehf. vegna sumarhótela þeirra. Helstu breytingar á kjarasamninunum eru þessar: Eingreiðsla að upphæð 50.000kr verður greidd út hverjum starfsmanni í fullu starfi sem er við störf í maí og miðast greiðslan við að starfsmaðurinn hafi verið í fullu starfi í mars, apríl og maí. Starfsmenn sem létu af störfum í apríl fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfstíma í mars og apríl. Starfsmenn sem hófu störf í apríl eða fyrstu fimm dagana í maí og eru í starfi í maí fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfshlutfall. Greiðslan er greidd út ekki síðar en 1.júlí 2011. Uppfærsla á launatöflum og hækkun launa á tímabilinu (sjá kjarasamning). 14 ára unglingar fá nú greidd laun sem eru 67% af byrjunarlaunum 18 ára í launaflokki 5 og 15 ára unglingar fá greidd 76% af sama stofni. Við útreikninga launa skal miða laun við það ár sem hlutaðeigandi aldri er náð. Orlofs og desemberuppbót verða greidd út til viðbótar tímakaupi í dagvinnu. Þannig verður orlofsuppbót 14,94kr á klukkustund 2011 og desemberuppbót 35,44kr. Þær hækka fyrir árin 2012 og 2013. Samningurr þessi gildir frá 22.júní 2011 - 31.janúar 2014 svo framarlega sem kjarasamningar SA og aðildarsamtaka ASÍ verði samþykktur. Samningur þessi fylgir samningum SA við ASÍ og fellur úr gildi ef þeir samningar verða ekki framlengdir 31.janúar 2012. Starfsgreinasamband Íslands  
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag