Nýr kjarasamningur við Landsvirkjun

Starfsgreinasambandið hefur undirritað nýjan kjarasamning við Landsvirkjun sem gildir frá 1. mars síðastliðnum til ársloka 2018. Samningurinn gildir fyrir sumarstarfsfólk í dreifikerfum og á aflstöðvum Landsvirkjunar svo og matráða, ræstingafólk, bílstjóra og tækjamenn á aflstöðvum. Samningurinn er á sömu nótum og undirritaðir samningar á hinum almenna vinnumarkaði en þó voru ferðalaun sett inn í grunntaxta starfsfólks á aflstöðvum eins og tíðkast hefur innan Landsvirkjunar hingað til. Í kjarasamningnum er einnig fjallað um rétt starfsfólks á viðtali við yfirmann vegna starfskjara og möguleika á launaflokkahækkun vegna náms. Næstu skref er að leggja samninginn fyrir starfsfólk sem eru félagsmenn aðildarfélaga SGS í atkvæðagreiðslu. Póstatkvæðaseðlar verða sendir út á næstu vikum. Samninginn  í heild má sjá hér. Myndin hér að neðan er af fulltrúum LV og SGS við undirritun samningsins. Frá vinstri: Elín Pálsdóttir og Sturla Jóhann Hreinsson frá Landsvirkjun og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir og Halldóra Sigríður Sveinsdóttir frá SGS: IMG_0472
  1. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  2. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  3. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag
  4. 3/11/2024 3:03:03 PM Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA (1)