Nýr kjarasamningur við NPA miðstöðina

Þann 19. mars 2014 undirritaði Starfsgreinasamband Ísland nýjan kjarasamning við NPA miðstöðina, vegna aðstoðarfólks fatlaðs fólks. Samningurinn kemur til viðbótar kjarasamningi SGS og NPA miðstöðvarinnar frá 30. nóvember 2013 og tekur mið af breytingum sem gerðar voru á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem undirritaðir voru 21. desember 2013 ásamt sáttatillögu ríkissáttasemjara frá 20. febrúar 2014. Gildistími samningsins er frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015. Samkvæmt nýjum samningi eru byrjunarlaun starfsmanna sem starfa eftir honum nú 235.750 krónur. Launaflokkar í kjarasamningum hækka sérstaklega auk þess sem starfsmenn fá 14.600 króna eingreiðslu vegna janúarmánaðar. Þá hækkar desember- og orlofsuppbót líkt og í öðrum samningum, þ.e. desemberuppbót starfsmanna verður 73.600 krónur og orlofsuppbót 39.500 krónur, miðað við fullt starf. Samninginn í heild má lesa hérPdf-icon.[hr toTop="false" /]
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag