Nýr stofnanasamningur við Skógrækt ríkisins

Starfsgreinasamband Íslands og Skógrækt ríkisins hafa undirritað nýjan stofnanasamning vegna starfsmanna hjá Skógrækt ríkisins sem starfa og njóta ráðningarkjara samkvæmt kjarasamningi SGS,  sbr. grein 11.1 í kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs annars vegar og SGS hins vegar, dags. 1.5.2011. Samkvæmt samningnum hækkar fyrsti grunnflokkur um tvo launaflokka og aðrir grunnflokkar um einn launaflokk. Í samningnum er búið að hnykkja á menntunarákvæðum og jafnframt er búið að taka út ákvæði um að starfsmenn geti samtals hækkað um sjö launaflokka vegna starfsaldurs og menntunar. Samningurinn þýðir því tveggja launaflokka hækkun fyrir flest starfsfólk. Samninginn í heild má nálgast hérPdf-icon.[hr toTop="false" /]
  1. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  2. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  3. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag
  4. 3/11/2024 3:03:03 PM Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA (1)