Nýr stofnanasamningur við Vegagerðina

Starfsgreinasamband Íslands og Vegagerðin hafa undirritað nýjan stofnanasamning vegna starfsmanna hjá Vegagerðinni sem starfa sbr. grein 11.1 í kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs hins vegar, dags. 1. apríl 2014. Meðal breytinga frá eldri samningi má nefna að þeir starfsmenn sem ná 8 ára starfsreynslu hjá Vegagerðinni hækka um 4 launaflokka. Samningurinn gildir frá 1. júní 2014 og skal hann endurskoður samkvæmt 11. kafla kjarasamnings SGS og fjármálaráðherra, en einnig er heimilt að taka til endurskoðunar einstök ákvæði samningsins hvenær sem er, ef aðilar eru sammála um það. Meðfram samningurinn var samið um bókun sem felur í sér að komið verður á fót samráðsnefnd Vegagerðarinnar og SGS og tilnefnir hver aðili tvo í nefndina fyrir 1. ágúst nk. Hlutverk nefndarinnar verður m.a. að úrskurða í ágreiningsmálum er varða stofnanasamninginn, móta vinnureglur og fjalla um einstaka umsóknir um greiðslu viðbótarlauna og kynna samninginn meðal stjórnenda Vegagerðarinnar og starfsfólks. Samninginn í heild má nálgast hérPdf-icon.[hr toTop="false" /]
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag