Samningur við Landsvirkjun samþykktur

Kjarasamningur Starfsgreinasambandsins og Landsvirkjunar, sem undirritaður var í lok janúar síðastliðinn, var samþykktur með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna, en um 90% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn. Atkvæðagreiðslan var með rafrænum hætti og fór fram á tímabilinu 12. - 14. febrúar. 

Kjarasamningurinn gildir frá 1. janúar 2019 til 1. nóvember 2022 og byggir í meginatriðum á kjarasamningi milli SGS og Landsvirkjunar sem undirritaður var 3. apríl 2019. Í samningnum er m.a. tekið á vinnutímastyttingu, ákvæðum um nám og námskeið og breytingum á launatöflu. Samningurinn nær til félagsmanna innan aðildarfélaga SGS sem starfa hjá Landsvirkjun vítt og breytt um landið.

Meðfylgjandi mynd er frá undirritun samningsins í janúar.

  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag