SGS berst stuðningur erlendis frá

Stuðningur við kröfur og aðgerðir Starfsgreinasambandsins hefur verið gríðarlegur að undanförnu. Þar á meðal má nefna stuðningsyfirlýsingar stjórnmálaflokka, fjölmiðla og fjölda annarra. Stuðningurinn er ekki bara bundinn við aðila hér innanlands því erlend systursamtök SGS eru byrjuð að senda sambandinu stuðningsyfirlýsingar fyrir átökin sem framundan eru. SGS hefur t.a.m. borist stuðningsyfirlýsing frá IUF, alþjóðlegum samtökum launfólks í matvæla-, ferðaþjónustu og landbúnaði. Í yfirlýsingunni lýsa samtökin yfir fullum stuðningi við réttlátar kröfur og aðgerðir SGS og hvetja til víðtækrar samstöðu með félagsmönnum sambandsins í kjarabaráttunni. Þá má að geta þess að erlendir fjölmiðlar hafa haft samband við skrifstofu SGS til að leita upplýsinga um verkfallsaðgerðirnar sem framundan eru. Áhuginn og stuðningurinn berst því svo sannarlega úr öllum áttum þessa dagana og ljóst að kröfur Starfsgreinasambandsins þykja sanngjarnar og réttlátar. Það er mikill ábyrgðahluti hjá Samtökum Atvinnulífsins að koma ekki til móts við kröfur SGS með þeim afleiðingum að verkafólki er nauðugur sá kostur að leggja niður störf til að knýja á um gerð kjarasamnings.
  1. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  2. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  3. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag
  4. 3/11/2024 3:03:03 PM Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA (1)