SGS stendur við bakið á starfsfólki álversins í Straumsvík

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands, sem haldinn var fyrr í dag (19. febrúar) lýsir yfir þungum áhyggjum af kjaradeilu starfsfólks í álverinu í Straumsvík við óbilgjarna viðsemjendur. Kröfur þeirra stéttarfélaga sem hlut eiga að máli eru sanngjarnar en þeim er mætt af ábyrgðaleysi og hroka. Deilan er orðin langvarandi og alvarleg og yfirlýsingar hins alþjóðlega móðurfyrirtækis um launafrystingu verður einungis skilin sem aðför að samningsfrelsi á íslenskum vinnumarkaði. Það mun ekki líðast og Starfsgreinasambandið skorar á Samtök atvinnulífsins og Rio Tinto Alcan að ganga nú þegar til samninga við launafólk í álverinu og skapa sátt á íslenskum vinnumarkaði. Jafnframt lýsir formannafundur Starfsgreinasambandsins yfir fullum stuðningi við starfsfólk í álverinu og þeirra stéttarfélög í baráttunni.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag