Síðasti formannafundur ársins

Í dag hélt Starfsgreinasambandið formannafund í þriðja og síðasta skipti á árinu 2017 og fór hann að þessu sinni fram í höfuðstöðvum sambandsins í Reykjavík. Til fundarins voru boðaðir formenn allra aðildarfélaga sambandsins, 19 talsins. Ýmis mál voru á dagskrá fundarins. Þar á meðal má nefna umræður um viðbrögð aðildarfélaganna við umræðu um kynferðisleg áreitni á vinnustöðum og innleiðingu aðgerðaráætlana þess efnis. Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs, fræddi viðstadda um stöðuna varðandi aukna atvinnutengingu í starfsendurhæfingu. Þá voru niðurstöður nýafstaðins kjaramálaþings SGS ræddar, sem og starfsáætlun sambandsins og verkefnin framundan.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag