Skýrsla um færniþörf á vinnumarkaði

Skýrslan "Færniþörf á vinnumarkaði - horfur til næstu 10 ára" er komin út. Skýrslan er unnin af Karli Sigurðssyni fyrir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem hluti af IPA verkefninu "Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun". Í skýrslunni er að finna almennt mat á framtíðarhorfum á íslenskum vinnumarkaði og hvers konar færni megi vænta að verði þörf fyrir á vinnumarkaði næsta áratug. Reynt er að tvinna saman upplýsingar úr fyrirliggjandi gögnum, s.s. tölfræðilegum gögnum Hagstofu og sambærilegra erlendra aðila, rannsóknarskýrslum og fræðigreinum sem snerta þróun efnahagsmála, vinnumarkaðar, menntunar og mannaflaþarfar. Um er að ræða áhugaverða tilraun til að meta þá færni sem íslenskur vinnumarkaður mun kalla eftir á næstu árum. Mikilvægt er að þessi vinna verði þróuð frekar og dýpkuð í samræmi við það sem þær aðferðir sem nágrannaþjóðir okkar í Evrópu hafa verið að þróa. Það er síðan m.a. hlutverk menntayfirvalda, framhaldsskólanna og fullorðinsfræðslustofnana og náms- og starfsráðgjafa að nýta slíka vinnu við stefnumótun, framkvæmd og ráðgjöf. Skýrsluna í heild sinni má finna hér.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag