Starfsmenn SGS á Norðurlandi

Í lok vikunnar sækja tveir nýráðnir starfsmenn Starfsgreinasambandsins Norðurland heim, þau Drífa Snædal framkvæmdastjóri og Árni Steinar Stefánsson sérfræðingur. Á fimmtudag verður Eining-Iðja á Akureyri heimsótt og um kvöldið verða Drífa og Árni gestir á stjórnar- og trúnaðarmannaráðsfundi Framsýnar á Húsavík. Föstudaginn 28. september heimsækja þau svo Verkalýðsfélags Þórshafnar. Fundirnir eru liður í því að kynna nýtt starfsfólk til leiks og eru áætlaðar fleiri heimsóknir til aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins á næstu vikum.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag