Starfsmenn SGS í heimsókn hjá Öldunni og Samstöðu

Í gær sóttu starfsmenn SGS tvö af aðildarfélögum sambandsins heim. Seinni partinn sátu þeir fund með stjórn Öldunnar á Sauðárkróki og um kvöldið funduðu þeir með stjórn og trúnaðarmönnum Samstöðu á Blönduósi. Það er óhætt að segja að móttökurnar hafi verið góðar og fundirnir hinir gagnlegustu. Þess má geta að starfsmenn SGS hafa heimsótt 14 af félögum sambandsins á undanförnum mánuðum en ætlunin er að klára að heimsækja öll 19 félög sambandins áður en langt um líður.   [gallery ids="4499,4497"]  
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag