Starfsnám fyrir þernur

Í byrjun nóvember hófst nám fyrir þernur í gegnum samstarfsverkefni Starfsafls fræðslusjóðs, Eflingar stéttarfélags, Samtaka ferðaþjónustunnar, IÐUNNAR fræðsluseturs og hótelanna Icelandair Hotels og Center Hotels. Markmið námsins er að auka faglega færni herbergisþerna í starfi. Námið er samtals 60 kennslustundir og skiptist í tvær jafn langar 30 kennslustunda lotur. Möguleiki er að bæta þriðju námslotunni við þar sem áhersla er á þjónustu og móttöku gesta. Kennslan í fyrstu lotunni hófst þann 4. nóvember sl. og lýkur 2. desember nk. Önnur námslota hefst síðan í janúar. Kennslan fer fram á ensku en stefnt er að því að halda námskeiðin einnig á pólsku og íslensku, allt eftir markhópum. Í fyrstu lotu er áhersla á námsþætti eins og hópefli, liðsanda og jákvæð samskipti, áhættu í starfi öryggismál og skyndihjálp, líkamsbeitingu, samskipti og boðleiðir, vinnuumhverfi, réttindi og skyldur starfsmanna, herbergisþrif, staðlar og fl. Í annarri lotu verður áhersla á sjálfsstyrkingu, samskipti við gesti, ólíka menningarheima o.fl. Í þriðju lotu er fjallað um móttöku og þjónustu í veitingasal, morgunverðarhlaðborð, matvælaöryggi o.fl. Að lokinni tilraunakennslu verður farið yfir námskrána aftur og síðan verður námið boðið öllum hótelum og gistiheimilum sem hafa áhuga.
  1. 6/4/2025 1:11:55 PM Burt með mismunun - ný vefsíða
  2. 5/5/2025 3:54:17 PM VLFS vinnur mál í Félagsdómi vegna alvarlegra brota gegn fél…
  3. 5/2/2025 2:10:50 PM Orlofsuppbót 2025 - reiknivélar fyrir félagsmenn
  4. 4/30/2025 2:33:52 PM Fjölbreytt dagskrá á baráttudegi verkalýðsins