Stofnanasamningur við Veðurstofuna

Gengið var frá stofnanasamningi við Veðurstofuna í fyrsta sinn í dag. Aldrei hefur stofnanasamningur verið í gildi á milli SGS og Veðurstofunnar en starfsfólkið sem samningurinn snertir starfar við mælagæslu, úrkomumælingar og skeytastöðvar vítt og breitt um landið. Starfsfólk mun hækka um allt að 7 launaflokka eftir menntun, starfsaldri og eðli starfs en það mun gerast í áföngum. Tveggja launaflokka hækkun kemur til strax næstu mánaðarmót og svo aftur um næstu mánaðarmót ef starfsfólk uppfyllir slík skilyrði. Þar sem samningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar á milli SGS og Veðurstofunnar verður fylgst grannt með áhrifum hans til hækkunar fyrir einstaka starfsmenn næstu mánuði og ár. Samninginn í heild sinni má lesa hér: Stofnanasamn júní 2014 undirritaður
  1. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  2. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  3. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag
  4. 3/11/2024 3:03:03 PM Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA (1)