Þekkir þú réttindi þín og skyldur á vinnumarkaði?

Í byrjun árs 2016 hóf Starfsgreinasamband Íslands að halda úti mánaðarlegum kynningarherferðum í þeim tilgangi að upplýsa og fræða launafólk um réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði. Í hverjum mánuði var eitt ákveðið þema í brennidepli og svokölluðum fræðslumolum deilt reglulega  á Facebook-síðu SGS. Herferðirnar vöktu mikla athygli og fór dreifingin fram úr okkar björtustu vonum, en skv. tölfræðiupplýsingum Facebook þá náðu skilaboðin til að meðaltali 27.000 manns í hverjum mánuði sem herferðirnar voru í gangi. Alls voru níu mismunandi herferðir keyrðar frá febrúar 2016 fram í mars 2017.
Í ljósi þess hve vel tókst til á sínum tíma þá höfum við ákveðið að endurtaka leikinn og ætlum við keyra herferðirnar aftur næstu mánuði. Kynningin verður með svipuðu sniði og áður, en ætlunin er þó að bæta við nokkrum þemum í sarpinn. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með - aldrei er góð vísa of oft kveðin! Athugið að allt fræðsluefnið sem fór í dreifingu á sínum tíma er aðgengilegt á vef SGS: https://www.sgs.is/fraedslumal/themamanudir/
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag