Þing norræna matvælasambandsins hafið á Selfossi

Þing Nordisk Unionen hófst í morgun á Selfossi. Þingið sitja 55 fulltrúar stéttarfélaga frá öllum Norðurlöndunum innan matvælaframleiðslu. Í upphafi þingsins vottuðu þingfulltrúar fórnarlömbum voðaverksins á Úteyju samúð sína með einnar mínútu þögn. Meginþema þingsins er aukin samkeppni á vinnumarkaði sem hefur leitt til félagslegra undirboða og mikils óöryggis á vinnumarkaði. Þingið krefst þess að staðið verði vörð um norræna velferðakerfið, sem er hornsteinn að þeim góða árangri sem norræn samfélög hafa náð á síðustu áratugum. Hans-Olof Nilsson forseti Nordisk Unionen og Harald Wiedenhofer framkvæmdastjóri Evrópu samtaka launafólks í matvælaframleiðslu (EFFAT) ávörpuðu samkomuna og ræddu mikilvægi aukins samstarfs á sviði kjarasamninga á milli landa til að koma í veg fyrir félagsleg undirboð. Þingið heldur áfram í dag og á morgun þar sem rædd verða margvísleg málefni sem varða kjör og starfsumhverfi starfsfólks í matvælaframleiðslu á Norðurlöndunum.
  1. 6/4/2025 1:11:55 PM Burt með mismunun - ný vefsíða
  2. 5/5/2025 3:54:17 PM VLFS vinnur mál í Félagsdómi vegna alvarlegra brota gegn fél…
  3. 5/2/2025 2:10:50 PM Orlofsuppbót 2025 - reiknivélar fyrir félagsmenn
  4. 4/30/2025 2:33:52 PM Fjölbreytt dagskrá á baráttudegi verkalýðsins