Þrælahald nútímans – ráðstefna um mansal í haust

Starfsgreinasamband Íslands, ásamt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborg, mun þann 14. september 2017 standa fyrir ráðstefnunni Þrælahald nútímans. Fjöldi sérfræðinga á sviði löggæslu, saksóknar og verndar fórnarlamba koma erlendis frá og miðla af reynslu sinni. Þá mun Robert Crepinko frá Europol fjalla sérstaklega um skipulagða glæpastarfsemi varðandi mansal í Evrópu. Fólk sem vill dýpka þekkingu sína á málaflokknum er hvatt til að taka daginn frá en nánari dagskrá verður birt síðar.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag