Þriðji fasinn

Við verðum að ætla að því fólki sem stendur að Besta flokknum sé umhugað um lýðræðið og þau gildi sem í því felast, réttlæti og jafnrétti. Það má velta því fyrir sér hvort umfjöllun um umliðnar sveitastjórnarkosningar eigi erindi í umræðuna um verkalýðspólitík og þá hvaða skilaboð séu mikilvægust til lærdóms af því tilefni. Sú hugmyndafræði jafnréttis, frelsis og bræðalags sem sósíalistar og verkalýðshreyfingin byggja á í grundvallaratriðum tekst á við hugmyndafræði sérhagsmuna og einstaklingshyggju. Hugmyndafræði verkalýshreyfingarinnar, jöfnuðar- og samvinnu er í andstöðu við hugmyndafræði frjálshyggju og kapitalisma. Vinstri gegn hægri. Allar götur frá frönsku byltingunni 1789 hafa átakastjórnmál í Evrópu og hér á landi á síðustu öld hverfst um þessa tvo póla, hægri pólitík og/eða vinstri þar sem vinstri hefur staðið fyrir framförum og félagslegum umbótum meðan hægri hefur varið „frelsi einstaklingsins til athafna“ oft á kostnað almannahagsmuna. Með vaxandi velmegun, félagslegum úrbótum og árangri verkalýðsbaráttunnar hafa andstæður stjórmálanna horfið í skuggann af nýjum áherslum og bein þátttaka verkalýðshreyfingarinnar í stjórnmálum hér á landi vikið til hliðar því miður. Stjórnmálamenn sem hafa haft hag af því að vera í stjórnmálum sín vegna, frekar en þeirra hugsjóna sem þeir segjast standa fyrir, virðast hafa náð undirtökunum í hinu pólitíska litrófi, oft á kostnað almannahagsmuna með alvarlegum afleiðingum eins og við hrunið. Við þessar skelfilegu aðstæður gerir fólk uppreisn. Fyrst var það búsáhaldabyltingin sem hrakti ríkisstjórnina frá völdum. Næst var það Besti flokkurinn sem gaf almenningi í Reykjavík kost á að hafna spilltum stjórnmálaflokknum með afgerandi hætti þótt málefnastefna hans væri bæði óviss og marklaus og sett fram í gamni. En var það svo?   Við verðum að ætla að því fólki sem stendur að Besta flokknum sé umhugað um lýðræðið og þau gildi sem í því felast, réttlæti og jafnrétti. Besti flokkurinn er e.t.v. tækifærið til að gæta hagsmuna almennings gegn þeirri sérhyggju, eiginhagsmunapoti og spillingu sem einkennt hefur íslenska samfélagið, þrátt fyrir þá vonandi gamansömu sérhyggju Jóns Gnarr að heimta borgarstjórastól og sérhlunnindi fyrir sig. Að tækifærið til að gæta réttlætis, jafnræðis og bræðralags sé sú undirliggjandi alvara sem í gríninu felst. Í þessu sambandi er þess vegna ekki óeðlilegt að Besti flokkurinn leiti samstarfs við Samfylkinguna, sem kennir sig við þessar sömu hugsjónir þótt vörumerki þess flokks sé vissulega laskað. Ég a.m.k. ætla ekki Besta flokknum það að draga Samfylkinguna á asnaeyrunum út í pólitískar viðræður, allt í gamni. Skilaboðin virðast alveg alveg skýr í nýliðnum kosningum. Það verður að taka hagsmuni fólksins fram yfir sérhagsmuni og einkavinavæðingu. Það þarf nýja pólitík sem er fær um að fjötra þau öfl sem gæta sérhagsmuna umfram almannahag. Liður í því verkefni er að endurskipuleggja samfélagið á vettvangi stjórnmálanna m.a. með því að kalla saman stjórnlagaþing sem fyrst til að móta framtíðarskipan stjórnarkrárinnar, nýskipan annars lýveldis Íslands. Það er sá þriðji fasi sem þróun íslenska samfélagsins er nú komin í eftir hrun. Verkalýðshreyfingin verður einnig að gera sig gildandi í þeim fasa vilji hún rísa undir nafni.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag