Til hamingju með daginn konur – baráttan heldur áfram

Í dag 24. október er kvennafrídagurinn - dagurinn þar sem konur meta árangur jafnréttisbaráttunnar og brýna sig til frekari baráttu. Kynbundinn launamunur á vinnumarkaði er enn staðreynd. Meðal atvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðal atvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri meðaltal atvinnutekna. Samkvæmt því eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38. Starfsgreinasambandið hvetur konur til að taka þátt í því að ganga út á slaginu 14:38 og sækja útifundi og viðburði um allt land í tilefni dagsins. Íslenskar konur hafa vakið verðskuldaða athygli um allan heim vegna baráttugleði og skilyrðislausrar kröfu um jafnrétti en baráttunni en hvergi nærri lokið. Stöndum saman og útrýmum birtingamyndum misréttis! Nánari upplýsingar má finna á http://kvennafri.is/ Vert er að benda á nýja frétt Hagstofunnar þar sem kemur m.a. fram að árið 2015 voru konur með tæplega 30% lægri atvinnutekjur en karlar en þá er átt við allar tekjur af atvinnu án tillits til vinnutíma. Samanburður á meðallaunum karla og kvenna í fullu starfi árið 2015 sýnir hins vegar um 20% mun á heildarlaunum en um 14% mun á reglulegum launum án yfirvinnu. Óleiðréttur launamunur mældist 17% árið 2015 en hann byggir á reglulegu tímakaupi með yfirvinnu í samræmi við aðferð evrópsku hagstofunnar Eurostat. Nánar á vef Hagstofunnar.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag