Umsögn SGS um forsendur fjárlagafrumvarpsins

Starfsgreinasamband Íslands hefur sent inn umsögn um um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014. Sambandið harmar það að ekki var haft samráð við aðila vinnumarkaðarins við undirbúning fjárlaga þrátt fyrir yfirlýsingar í stjórnarsáttmálanum um samráð í meðal annars skattamálum, enda sé ljóst að margar breytingar sem áætlaðar eru í ríkisfjármálum muni hafa bein áhrif á kaupmátt launafólks. SGS leggur m.a. áherslu á að viðhalda þrepaskiptu skattkerfi og boðaðar skattalækkanir verði nýttar til að mæta þörfum þeirra sem hafa lægstar tekjur, t.d. með því að hækka persónuafslátt. Í umsögninni er einnig fjallað um einstaka mál í frumvarpinu, sbr. starfsendurhæfingarsjóðina og greiðslur atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks, en ljóst þykir að þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu á þessum þáttum muni hafa mikil áhrif á almennt verkafólk. Varðandi starfsendurhæfingarsjóðina þá vísar Starfsgreinasamband Íslands til umsagnar stjórnar VIRK um breytingar á framlagi til starfsendurhæfingasjóða. Ljóst er að með frumvarpinu er verið að fara á skjön við gerða samninga milli ríkisins og aðila vinnumarkaðarins um fjármögnun á VIRK. Í fjáralagafrumvarpinu er lagt til að greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði til fiskvinnslufyrirtækja vegna fiskvinnslufólks sem nýtur kauptryggingar á grundvelli kjarasamninga, þegar vinna liggur niðri vegna hráefnisskorts, verði felldar brott. SGS bendir í umsögn sinni að sambandið hafi marg oft boðist til að ræða breytingar á þessu fyrirkomulagi til að tryggja að fiskvinnslufólk búi við sama starfsöryggi og annað launafólk. Það verði þó ekki gert einhliða af hálfu ríkisvaldsins heldur krefst samráðs við aðila vinnumarkaðarins enda byggja kjarasamningar á þessu ákvæði og þarna er beinlínis verið að hlutast til um starfsöryggi fólks sem starfar í fiskvinnslu. Umsögnina í heild má finna hérPdf-icon    
  1. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  2. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  3. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag
  4. 3/11/2024 3:03:03 PM Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA (1)