Undirbúningur póstatkvæðagreiðslu

Í gær (8. apríl) sendi Starfsgreinasambandið út kjörgögn vegna atkvæðagreiðslu um nýtt samkomulag við ríkið. Kjörstjórn mætti á skrifstofu sambandsins í gær í þeim tilgangi að senda kjörgögnin út og það tókst með skipulagðri og góðri vinnu kjörstjórnar og starfsmanna. Á kjörskrá eru tæplega 1.000 manns og munu þessir sömu einstaklingar fá kjörgögnin í hendurnar á næstu dögum. SGS hvetur að sjálfsögðu alla kosningabæra félagsmenn til að nýta sitt atkvæði og taka afstöðu til samkomulagsins. Þess má geta að atkvæði verða að hafa borist kjörstjórn félagsins, sem staðsett er í Reykjavík, fyrir kl. 12:00, þann 23. apríl nk. Atkvæði sem berast eftir það verða ekki talin (póststimpill gildir ekki).[hr toTop="false" /]
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag