Úttekt á öryggi vegavinnufólks

Starfsmenn Vegagerðarinnar fara ekki varhluta af vaxandi umferðaþunga á þjóðvegum landsins og hafa lýst áhyggjum af öryggi sínu við störf. Áhyggjur starfsmanna snúa að hávaðamengun, loftmengun og hreinlega að fólk virði ekki merkingar þegar fólk er við störf á vegum og hægi ekki á sér. Þetta setur starfsmenn við vinnu á vegum í mikla hættu. Starfsgreinasambandið sá ástæðu til þess í samráði við starfsmenn að óska eftir því við Vinnueftirlitið að úttekt yrði gerð á öryggi starfsfólks. Vonast er til þess að Vinnueftirlitið bregðist skjótt og örygglega við. Þá eru vegfarendur hvattir til að sýna fólki við störf virðingu og tillitssemi í umferðinni.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag