Vafasöm vímuefnapróf

Persónuvernd hefur undanfarna mánuði fengið fjölda ábendinga vegna vímuefnaprófana á vinnustöðum og skráningu persónuupplýsinga um starfsmenn. Í mánuðinum birti Persónuvernd álit sitt og kemur þar fram að vafi leiki á að heimildir séu fyrir slíkum prófum. Ekki er fjallað um þau í lögum eða kjarasamningum og þó að atvinnurekendur fái samþykki starfsmanna fyrir slíkum prófum þá er ekki víst að þau standist reglur. Starfsmenn eru háðir atvinnurekendum og vill persónuvernd meina að álitamál sé hvort „starfsmaður sé í slíkri aðstöðu gagnvart vinnuveitanda sínum að samþykki starfsmannsins, fyrir vinnslu upplýsinga sem fást úr vímuefnaprófum, verði talið veitt „af fúsum og frjálsum vilja““. Persónuvernd telur að best fari á að aðilar vinnumarkaðarins ráðstafi málefninu með kjarasamningum og að nýttar verði heimildir í lögum til að setja reglur um vímuefnapróf og vinnslu persónuupplýsinga. Þess má geta að Starfsgreinasambandið hefur rætt málið við Vinnueftirlitið og atvinnurekendur í fiskvinnslu og sjávarútvegi og óskað hefur verið eftir því að velferðarráðuneytið kalli saman hóp til að komast að niðurstöðu um málið. Álit persónuverndar má sjá hér: http://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2013/greinar/nr/1694
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag