Vel heppnuð kjaramálaráðstefna

Dagana 18. og 19. febrúar s.l. stóð Starfsgreinasambandið fyrir kjaramálaráðstefnu um kjarasamningsamning SGS og Samtaka atvinnulífsins. Ráðstefnan fór fram Hótel Hilton Nordica og var mæting góð, en ráðstefnuna sóttu fulltrúar frá aðildarfélögum SGS. Fyrirkomulag ráðstefnunnar var þannig að fyrri dagurinn var nýttur í samlestur á fyrstu köflum kjarasamningsins en sá seinni fór mest megnis í hópavinnu, þar sem valdir kaflar í samningnum voru til umræðu. Almenn ánægja var meðal gesta með afrakstur ráðstefnunnar og ljóst er að vinna á borð við þessa mun nýtast sambandinu í komandi kjarasamningsviðræðum. Þess má geta að SGS mun halda tvær kjaramálaráðstefnur til viðbótar á næstunni. Þann 9. og 10. apríl n.k. verður samningur SGS og SA vegna veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaða og hliðstæðrar starfsemi, á dagskránni og nokkrum vikum síðar verður hinn svokallaði ríkissamningur tekinn til umræðu. Þessir viðburðir verða auglýstir nánar á næstunni.
  1. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  2. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  3. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag
  4. 3/11/2024 3:03:03 PM Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA (1)