Verðbólga lækkar lítillega milli mánaða

Ársverðbólgan mælist nú 3,3% (3,0% án húsnæðis) samanborið við 3,6% í maí. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,38% milli mánaða en vísitala án húsnæðis hækkar örlítið minna eða um 0.37%. Mest áhrif til hækkunar á verðlagi í júní hefur 0,3% hækkun á húsnæði, hita og rafmagni  (áhrif á vísitölu 0,10%) en hún er að mestu tilkomin vegna hækkana á viðhaldi og viðgerðum. Ferðir og flutningar hafa næst mest áhrif til hækkunar á vísitölunni eða 0,09% en liðurinn hækkar um 0,6% milli mánaða. Mestu munar þar um 6,5% hækkun á flugfargjöldum en á móti vegur 1,3% lækkun á bensíni og olíu. Tómstundir og menning hækkar um 0,7% (0,07% áhrif) frá því í maí en 3,5% hækkun á pakkferðum til útlanda vegur þar þyngst. Þá hækka aðrar vörur og þjónusta um 0,8% milli mánaða (áhrif 0,05%) sem má að mestu rekja til hækkana á tryggingum um 0,7% en einnig til hækkana á ýmsum snyrtivörum. Verð á mat og drykkjarvörur hækkar um um 0,3% frá fyrra mánuði sem hefur 0,06% áhrif til hækkunar á verðlagi í mánuðinum. Húsgögn og heimilisbúnaður hækka um 0,8% milli mánaða (áhrif 0,04%) og skýrist það að mestu af hækkunum á stórum heimilistækjum. Mest áhrif til lækkunar á verðlagi í júní hefur 1% lækkun á hjá hótelum og veitingastöðum (-0,1% vísitöluáhrif) sem skýrist einkum af 3,8% lækkun á skyndibita og tilbúnum réttum. Póstur og sími lækkar einnig sem skýrist af 8,8% lækkun á heimilissímaþjónustu og 4,3% lækkun á farsímaþjónustu.          
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag