Verkalýðssfélag Akraness fagnar 90 ára afmæli

Í dag, 14. október 2014, fagnar Verkalýðssfélag Akraness (VLFA) 90 ára afmæli sínu. Félagið hefur fagnað stórafmælinu á ýmsan hátt að undanförnu, m.a. með útgáfu á afmælisblaði félagsins og tvennum tónleikum í Bíóhöllinni á Akranesi. Í dag lauk svo formlegum hátíðarhöldum með opnu húsi á skrifstofu félagsins á milli kl. 14 og 16. Boðið var upp á léttar veitingar og mættu fjölmargir gestir til fagna tímamótunum. Starfsgreinasamband Íslands óskar félagsmönnum VLFA innilega til hamingju með þennan stóra áfanga. Megi félagið halda áfram að vaxa og dafna um ókomin ár.   [caption id="attachment_8317" align="aligncenter" width="336"]2014-10-14 15.17.25 Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, var hæstánægður með daginn.[/caption] [caption id="attachment_8318" align="aligncenter" width="336"]2014-10-14 15.24.53 Félagsmenn VLFA samankomnir á skrifstofu félagsins í tilefni dagsins.[/caption]  
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag