Verkfallsvarsla almennt gengið vel

Það hefur varla farið fram hjá neinum að í gær og í dag (6. og 7. maí) eru um 10.000 félagsmenn 16 aðildarfélaga SGS í verkfalli. Talið er að verkfallið snerti rúmlega 1.500 fyrir á landsbyggðinni og hefur áhrifanna gætt víða, meðal annars í kjöt- og fiskvinnslu, ferðaþjónustu, flutningum og byggingastarfsemi. Talið er að áhrifin af verkfallinu sem nú stendur yfir séu talsvert meiri en af hálfsdagsverkfallinu í síðustu viku. Verkfallsverðir á vegum stéttarfélaganna eru í stöðugu eftirliti á vinnustöðum til gæta þess að verkfallinu sé framfylgt skv. lögum og reglum. Ásamt því sinna þeir mikilvægri upplýsingaskyldu, enda brenna ýmsar spurningar á vörum fólks varðandi verkfallið. Nokkrum sinnum hafa verkfallsverðir þurft að grípa inn og nokkur verkfallsbrot hafa komið upp, en heilt yfir hefur verkfallsvarslan gengið vel.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá störfum verkfallsvarða í gær og í dag:
[gallery ids="12366,12365,12364,12363,12362,12361,12360,12359,12358,12357,12397,12276,12395"]
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag