Við erum ekki á matseðlinum!

Um helmingur kvenna starfandi í þjónustugreinum verða fyrir áreitni á vinnustað af hendi viðskiptavina, samstarfsfélaga, birgja eða yfirmanna, um fjórðungur karla verður fyrir slíkri áreitni. Konur upplifa skerta öryggistilfinningu vegna áreitninnar en hún virðist ekki að sama skapi hafa áhrif á karla sem verða fyrir áreitni. Að koma í veg fyrir áreitni á vinnustöðum er því öryggismál og ber að fara með eins og önnur vinnuverndarmál. Norræn samtök starfsfólks í hótel- og veitingagreinum hafa nú skorið upp herör gegn áreitni og fyrir öryggi starfsfólks undir yfirskrifstinni „Við erum ekki á matseðlinum!“. Ofbeldið getur verið táknrænt (myndir, senda skilaboð o.s.frv.), orðbundið (persónulegar spurningar, óviðeigandi athugasemdir o.s.frv.) eða líkamlegt (snertingar, þukl eða beint ofbeldi). Það er fyrst og fremst á ábyrgð atvinnurekenda að búa starfsfólki öruggt vinnuumhverfi en við þurfum öll að axla ábyrgð ef við verðum vitni að áreitni. Atvinnurekendum ber skylda til að útbúa áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum og þeim ber að bregðast við eins fljótt og auðið er ef kvartanir berast um áreitni eða ofbeldi. Starfsmaður sem telur sig hafa orðið fyrir kynferðislegri eða kynbundinni áreitni eða ofbeldi eða hefur rökstuddan grun eða vitneskju um slíka hegðun á vinnustað skal upplýsa atvinnurekanda og/eða vinnuverndarfulltrúa um það. Félagar í stéttarfélögum geta alltaf leitað ráða hjá félaginu sínu og fengið þar stuðning. #notonthemenu
  1. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  2. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  3. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag
  4. 3/11/2024 3:03:03 PM Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA (1)