Virk verkfallsvarsla um allt land!

Á miðnætti í nótt hófust umfangsmiklar verkfallsaðgerðir um allt land fyrir utan höfuðborgarsvæðið og Keflavík. Ríflega 10.000 manns lögðu niður störf til að knýja á um gerð nýs kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins. Lítið hefur mjakast í viðræðum og svokallað tilboð SA sem barst á sunnudag var mjög langt frá hugmyndum Starfsgreinasambandsins til lausnar, enda var verkafólki ætlað að greiða fyrir megnið af hækkununum sjálft. Virk verkfallsvarsla er um allt land og var þessari mynd smellt af í morgun:
Við öllu búnir! Vel gengur í verkfallsvörslu á svæði Einingar-Iðju sem hófst strax á miðnætti um leið og verkfall skall á. Nokkur gengi eru á ferð um svæðið og á flestum stöðum hefur allt verið í góðu  lagi. Þessir voru á Akureyri og sögðust vera búnir að leiðrétta smá misskilning á einum stað, en aðrir staðir væru í lagi.
Fleiri myndir frá verkfallsvörslu félaganna munu birtast á facebook-síðunni Vinnan mín.
  1. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  2. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  3. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag
  4. 3/11/2024 3:03:03 PM Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA (1)