25. febrúar 2016
Dyggur stuðningur við starfsmenn í Straumsvík
Fjöldi aðildarfélaga SGS hafa sent frá sér ályktanir og stuðningsyfirlýsingar til að lýsa yfir stuðningi við baráttu starfsmanna álversins í Straumsvík, en þeir standa í harðri kjaradeilu við sinn atvinnurekanda (Rio Tinto Alcan) um þessar mundir ásamt sínu stéttarfélagi. Í yfirlýsingunum lýsa félögin m.a. yfir eindrægnum stuðningi við starfsmennina og Verkalýðsfélagið Hlíf, hvetja til samstöðu st…
24. febrúar 2016
Nýr kjarasamningur aðildarsamtaka ASÍ samþykktur
Sameiginlegri allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna aðildarsamtaka ASÍ um kjarasamning milli aðildarsamtaka ASÍ og SA frá 21. janúar 2016 lauk kl. 12 á hádegi í dag. Já sögðu 9.274 eða 91,28%. Nei sögðu 832 eða 7,81%. Auðu skiluðu 97 eða 0,91%. Kjarasamningurinn var því samþykktur. Á kjörskrá voru 75.635. Atkvæði greiddu 10.653 eða 14,08%.
24. febrúar 2016
Átak gegn ólöglegri sjálfboðastarfsemi
Starfsgreinasamband Íslands er í átaki gegn ólöglegri sjálfboðastarfsemi og hefur í vikunni sent meira en 50 bréf til atvinnurekenda sem auglýsa eftir erlendum sjálfboðaliðum á til þess gerðum heimasíðum. Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins um allt land hafa síðan fylgt því eftir með því að heimsækja viðkomandi atvinnurekanda eða hafa það í hyggju á næstunni. Starfsgreinasambandið hefur einbeitt…
22. febrúar 2016
Formannafundur SGS - tveir formenn kvaddir
Síðastliðinn föstudag (19. febrúar) hélt Starfsgreinasambandið formannafund í höfuðstöðvum sambandsins í Reykjavík. Til fundarins voru boðaðir formenn allra aðildarfélaga sambandsins, 19 talsins. Á dagskrá fundarins var m.a. erindi frá Vinnueftirlitinu þar sem Kristinn Tómasson læknir Vinnueftirlitsins fjallaði um ofbeldi, áreiti og einelti og úrræði við þeim og innlegg frá NPA-miðstöðinni þar se…
19. febrúar 2016
SGS stendur við bakið á starfsfólki álversins í Straumsvík
Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands, sem haldinn var fyrr í dag (19. febrúar) lýsir yfir þungum áhyggjum af kjaradeilu starfsfólks í álverinu í Straumsvík við óbilgjarna viðsemjendur. Kröfur þeirra stéttarfélaga sem hlut eiga að máli eru sanngjarnar en þeim er mætt af ábyrgðaleysi og hroka. Deilan er orðin langvarandi og alvarleg og yfirlýsingar hins alþjóðlega móðurfyrirtækis um launafrys…