Hafa samband

FRÉTTIR

Upplýsingar um atkvæðagreiðslur

Þau félög sem undirrituðu nýjan kjarasamning í febrúar og leggja hann fyrir félagsmenn í atkvæðagreiðslu eru: Aldan í Skagafirði, Báran í Árborg, Drífandi í Vestmannaeyjum, Efling í Reykjavík, Eining-Iðja í Eyjafirðinum, Framsýn á Húsavík, Samstaða á Blönduósi, Stéttarfélag Vesturlands í Borgarfirðinum, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Hlíf í Hafnarfirði, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Verklaýðsfélag Snæfellinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Umfjöllun um samninginn má nálgast hér:

Kosningu skal lokið hjá öllum félögunum fyrir klukkan 12:00 þann 7. mars næstkomandi.

Mismunandi aðferðir verða notaðar til að fá fram afstöðu félagsmanna til samningsins og verður kosningu í þessum félögum háttað með eftirfarandi hætti:

Aldan stéttarfélag: Kjörfundur verður haldinn á skrifstofu félagsins (Borgarmýri 1) þriðjudaginn 4. mars til fimmtudaginn 6. mars frá klukkan 8-20 alla dagana.

Báran stéttarfélag: Rafræn atkvæðagreiðsla verður viðhöfð, félagar fá sent lykilorð og leiðbeiningar um hvernig skal kjósa. Einnig er hægt að koma á skrifstofu stéttarfélagsins og kjósa þar.

Drífandi stéttarfélag: Kjörfundur verður haldinn á skrifstofu félagsins (Miðstræti 11) frá 24. febrúar kl. 12 til 6. mars kl. 12. Hægt er að óska eftir því að fulltrúar félagsins mæti á vinnustaði og gefi fólki kost á að kjósa þar.

Efling stéttarfélag: Póstatkvæðagreiðsla verður haldin hjá Eflingu og fá félagar senda atkvæðaseðla og leiðbeiningar heim sem ber að skila til félagsins eða setja í póst fyrir tiltekinn tíma.

Eining-Iðja: Kjörfundur verður haldinn dagana 4. og 5. mars á skrifstofum Einingar-Iðju á Akureyri (Skipagötu 14), á Dalvík (Hafnarbraut 5), á Siglufirði (Eyrargötu 24b), á Ólafsfirði (Brekkugötu 9), Grenivík (hjá Róbert svæðisfulltrúa), Grímsey (hjá Önnu Maríu Sigvaldadóttur), Í Hrísey (hjá Guðrúnu svæðisfulltrúa). Kjörfundurinn er opinn á öllum stöðunum kl. 9-17 nema á Akureyrarskrifstofunni kl. 8-20.

Framsýn stéttarfélag: Kjörfundur verður haldinn á skrifstofu Framsýnar á Húsavík (Garðarsbraut 26). Hægt er að óska eftir því að fulltrúar félagsins mæti á vinnustaði og gefi fólki kost á að kjósa þar.

Stéttarfélagið Samstaða: Kjörfundir verða haldnir á skrifstofum félagsins á Blönduósi (Þverbraut 1), á Hvammstanga (Klapparstíg 4) og á Skagaströnd (Breiðabliki) dagana 4. og 5. mars kl. 9-17.

Stéttarfélag Vesturlands: Póstatkvæðagreiðsla verður haldin hjá StéttVest og fá félagar senda atkvæðaseðla og leiðbeiningar heim sem ber að skila til félagsins eða setja í póst fyrir tiltekinn tíma.

Verkalýðsfélag Grindavíkur: Kjörfundur verður haldinn á skrifstofu félagsins í Grindavík (Víkurbraut 46). Hægt er að óska eftir því að fulltrúar félagsins mæti á vinnustaði og gefi fólki kost á að kjósa þar.

Verkalýðsfélagið Hlíf: Póstatkvæðagreiðsla verður haldin hjá Hlíf og fá félagar senda atkvæðaseðla og leiðbeiningar heim sem ber að skila til félagsins eða setja í póst fyrir tiltekinn tíma.

Verkalýðsfélag Akraness: Kjörfundur á skrifstofu VLFA, Sunnubraut 13,  frá kl. 10:00 mánudaginn 3. mars og stendur hann yfir til kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 7. mars. Hægt er að kjósa á opnunartíma skrifstofu milli kl. 8 og 16, en einnig er hægt að óska eftir því að fulltrúar félagsins mæti á vinnustaði og gefi fólki kost á að kjósa þar.

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis: Póstatkvæðagreiðsla verður haldin hjá VSFK og fá félagar senda atkvæðaseðla og leiðbeiningar heim sem ber að skila til félagsins eða setja í póst fyrir tiltekinn tíma.

Verklaýðsfélag Snæfellinga:  Kjörfundur verður haldinn á skrifstofum Verkalýðsfélags Snæfellinga í Grundarfirði (Borgarbraut 2), í Snæfellsbæ (Ólafsbraut 19) og í Stykkishólmi (Þvervegi 2). Kjörfundur verður opinn mánudaginn 3. mars kl. 8-20, þriðjudaginn 4. mars kl. 8-16 og miðvikudaginn 5. mars kl. 8-15.

Verkalýðsfélag Þórshafnar: Kjörfundur verður haldinn á skrifstofu Verkalýðsfélags Þórshafnar (Langanesvegi 18). Hægt er að óska eftir því að fulltrúar félagsins mæti á vinnustaði og gefi fólki kost á að kjósa þar.