Hafa samband

FRÉTTIR

Í kjölfar Kveiks

Starfsgreinasambandið hefur árum saman barist gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði og gegn þrælahaldi hvers konar. Í kjölfar Kveiks, fréttaskýringaþáttarins sem var sýndur á þriðjudagskvöld hafa fjölmargir hringt og velt fyrir sér hvað hægt sé að gera. Hér fyrir neðan eru hlekkir á tillögur Starfsgreinasambandsins, ályktanir og aðgerðir til að stemma stigu við brotastarfsemi á vinnumarkaði.

Félagsleg undirboð og brotastarfsemi verði ekki liðin á vinnumarkaði, ályktun formannafundar frá september 2018

Þrælahald nútímans – ákall um aðgerðir

Fræðsluefni Starfsgreinasambandsins um mansal á vinnumarkaði