Hafa samband

Kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins vísað til ríkissáttasemjara

Kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins vísað til ríkissáttasemjara

Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambands Íslands(SGS) f.h. aðildarfélaga sinna annarra en Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis sem haldinn var í dag,  var samþykkt að vísa kjaradeilu SGS við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara.

Að mati samninganefndarinnar hefur hægt miðað og því sé mikilvægt að þrýsta á um markvissari viðræður sem leiddar verði af ríkissáttasemjara ef það gæti orðið til þess að skila kjarasamningi aðila í höfn frekar fyrr en síðar.