Vinnu- og hvíldartími

Mikilvægt er að launafólk þekki réttindi sín um vinnutíma, lágmarkshvíld o.fl. Um þessa þætti er fjallað í lögum en í kjarasamningum kemur þó nánar fram hvernig þeim skuli háttað.

Vinnu- og hvíldartími skv. kjarasamningum SGS

Dagvinna
Virkur vinnutími í dagvinnu á viku skal vera 37 klst. og 5 mín. og skal vinnutíminn skipulagður mánudaga til föstudaga frá kl. 07:55 til 17:00 eða frá kl. 07:30 til 16:35.

Heimilt er að skipuleggja dagvinnutíma með öðrum hætti ef atvinnurekandi og starfsmenn koma sér saman um það. Þó skal dagvinna hvers starfsmanns ávallt unnin í einni heild á hverjum degi og aldrei hefjast fyrr en kl. 07:00.

Yfirvinna
Yfirvinna hefst þegar dagvinnu lýkur, þ.e. 7 klst. og 25 mín. virkum vinnustundum á tímabilinu kl. 07:00–17:00, mánudaga til föstudaga.

Ekki er heimilt að greiða dagvinnukaup á yfirvinnutímabili, jafnvel þótt starfsmaður hafi ekki skilað fullum 8 klst. í dagvinnu.

Fyrir vinnu á laugardögum, sunnudögum, og öðrum samningsbundnum frídögum greiðist yfirvinnukaup.

Ef unnið er í matar- og kaffitíma á dagvinnutímabili, greiðist það með yfirvinnukaupi.

Lágmarkshvíld
Vinnutími skal skipulagður þannig að á hverjum sólarhring fái starfsmaður a.m.k. 11 klst. samfellda hvíld.

Ef dagleg 11 klst. lágmarkshvíld er skert skapast frítökuréttur á launum og á starfsmaður þá rétt að fá viðbótarhvíld sem nemur 1 og 1/2 klst. fyrir hverja klst. sem hvíldin skerðist.

Óheimilt er að skipuleggja vinnu þannig að vinnutími fari umfram 13 klst.

Starfsmaður á að fá a.m.k. einn frídag á viku í beinu framhaldi af daglegri lágmarkshvíld, þ.e. 35 klst. samfellda hvíld. 

Sjá nánar í 2. kafla í kjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins.

Almennt
Vinnuvika starfsmanna skal vera 40 stundir, nema um skemmri vinnutíma sé sérstaklega samið. Heimilt er þó að haga vinnu með öðrum hætti með samkomulagi starfsmanna og forráðamanna stofnunar og með skriflegu samþykki samningsaðila.

Dagvinna
Tímamörk dagvinnu eru frá kl. 08:00 til kl. 17:00 á virkum dögum frá mánudegi
til föstudags.

Yfirvinna
Yfirvinna telst sú vinna sem fram fer utan daglegs vinnutíma eða vaktar starfsmanns sem og vinna umfram vikulega vinnutímaskyldu þótt hún sé á dagvinnutímabili.

Lágmarkshvíld
Vinnutími skal skipulagður þannig að á hverjum sólarhring fái starfsmaður a.m.k. 11 klst. samfellda hvíld.

Ef dagleg 11 klst. lágmarkshvíld er skert skapast frítökuréttur á launum og á starfsmaður þá rétt að fá viðbótarhvíld sem nemur 1 og 1/2 klst. fyrir hverja klst. sem hvíldin skerðist.

Óheimilt er að skipuleggja vinnu þannig að vinnutími fari umfram 13 klst.

Starfsmaður á að fá a.m.k. einn frídag á viku í beinu framhaldi af daglegri lágmarkshvíld, þ.e. 35 klst. samfellda hvíld. 

Sjá nánar í 2. kafla í kjarasamningi SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga og 2. kafla í kjarasamningi SGS og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.

Var efnið hjálplegt?