Hafa samband

FRÉTTIR

Launamunur kynjanna mestur í fjármálastarfsemi og framleiðslu

Í nýrri skýrslu Hagstofunnar um launamun kynjanna kemur í ljós að hann er langmestur innan fjármálastarfsemi (34,3%) en næst koma framleiðslugreinarnar með 23,5% launamun. Þess skal getið að þetta er heildarlaunamunur kynjanna áður en leiðrétt er fyrir starfi, menntun, aldri, starfsaldri og fleiri skýringaþáttum sem yfirleitt eru notaðir til að fá fram óútskýrðan launamun kynjanna. Þetta eru því tölur sem færa okkur nálægt þeim tekjumun sem konur og karlar búa við.

Munurinn getur skýrst af því að fleiri konur vinna í hlutastörfum og/eða að karlar vinni meiri yfirvinnu auk annarra skýringaþátta. Það er þó staðfest á þegar búið er að nota allar hugsanlegar skýringabreytur er launamunur kynjanna enn áhyggjuefni og fer jafnvel vaxandi. Þessi tilhneiging kemur glöggt í ljós í þessari nýju skýrslu þar sem óleiðréttur launamunur vex í flestum greinum en þó dregst hann saman í opinbera geiranum, verslun og viðgerðarþjónustu auk greina innan flutninga og geymslu.

Sérstakar áhyggjur vekur aukinn launamunur innan greina Rafmagns-, gas og hitaveita, munurinn fer úr 11% í 14,4% milli ára. Þá eykst hann um eitt prósentustig í framleiðslugreinunum, fer úr 22,5% í 23,5%. Alls er launamunurinn 18,1%, átján og hálft prósentustig á almenna markaðnum en 16,2% á opinbera vinnumarkaðnum. Skýrsluna má nálgast hér